81. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 5. ágúst 2021 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:00


Bókað:

1) Skólahald í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar komu Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og með henni Páll Magnússon ráðuneytisstjóri, Elísabet Pétursdóttir og Íva S. Björnsdótir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gerði ráðherra grein fyrir stöðu mála og svaraði spurningum nefndarfólks. Þá komu á fund nefndarinnar Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands og Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður sambandsins, gerðu þau grein fyrir stöðunni og svöruðu spurningum nefndarfólks.

2) Önnur mál Kl. 15:45
Nefndin ræddi starfið framundan. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir óskaði eftir fundi um framkvæmd á sviptingu þjónustu við flóttafólk sem neitaði að ganga undir PCR próf og að óskað yrði eftir gögnum um málið skv. 51. gr. þingskapa. Var það samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:55